Háskóli Íslands

Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að velgengni Háskóla Íslands, svo og að styrkja efnilega stúdenta til náms við Háskólann eftir ákvörðun háskólaráðs.

Um styrki geta sótt doktorsnemar við Háskóla Íslands og fastráðnir kennarar og sérfræðingar við Háskóla Íslands, sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til leiðbeinenda í doktorsnámi. Í sérstökum tilvikum geta meistaranemar sótt um styrk.

Í úthlutunarreglum sjóðsins segir að um styrki til sjóðsins geti sótt stúdentar sem uppfylla inntökuskilyrði viðkomandi deildar í doktorsnám og fastráðnir kennarar eða sérfræðingar við Háskóla Íslands, sem ráðnir eru á grundvelli hæfnisdóms og uppfylla kröfur sem gerðar eru til leiðbeinenda í viðmiðum og kröfum um gæði doktorsnáms við Háskóla Íslands.

Sjóðurinn var stofnaður árið 1964 til minningar um alla þá Vestur-Íslendinga, sem hlut áttu að stofnun Hf. Eimskipafélags Íslands. Stofnendur teljast allir þeir er afhenda sjóðnum gjafir fyrir árslok 1966. Sjóðurinn tekur á móti gjöfum og áheitum þeirra manna er styðja vilja starfsemi hans.

Árið 2005 voru gerðar breytingar á 5., 6. og 7. grein sjóðsins. Árið 2006 var úthlutað í fyrsta skipti styrkjum til doktorsnema úr sjóðnum. Þá veitti sjóðurinn framlag, ásamt Happdrætti Háskóla Íslands, til byggingar Háskólatorgs sem var vígt í byrjun desember árið 2007.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og sjálfstæðri fjárfestingarstefnu.

Staðfest skipulagsskrá (.pdf)

Eldri skipulagsskrá (.pdf)

Þá hefur sjóðurinn sjálfstætt starfandi stjórn.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is