Háskóli Íslands

Minningarsjóður Þórunnar og Davíðs Schevings Thorsteinssonar

Markmið: Vöxtunum skal verja til þess að greiða með leigu fyrir herbergi það í Stúdentagarðinum, sem ber nafn Davíðs SchevingsThorsteinssonar, og skal læknadeild Háskóla Íslands veita einhverjum læknastúdent vist þessa, í samráði við Garðstjórn. Skal auglýsa vistina til umsóknar í aprílmánuði ár hvert og veita hana fyrir maílok frá 15. sept. til næsta vors. Þegar vextir sjóðsins nægja til þess að greiða leigu fyrir 2 herbergi, skal heimspekisdeild Háskóla Íslands veita stúdent í íslenzkum fræðum ókeypis vist á sama hátt, í samráði við Garðsstjórn.

Sjóður þessi er stofnaður með 6000 kr. í veðdeildarbréfum Landsbanka Íslands af Þorsteini Scheving Thorsteinsson, lyfsala í Reykjavik, til minningar um föður hans, Davíð Scheving Thorsteinsson lækni.

Nægi vaxtatekjur sjóðsins til þess að greiða leigu fyrir fleiri herbergi en tvö, skal veita stúdentum í læknisfræði og íslenzkum fræðum ókeypis vist með sama hætti, og skal skipt milli deildanna hlutfallslega eftir fjölda stúdenta í læknisfræði og íslenzkum fræðum. Verði afgangur af vöxtunum, getur læknadeild varið honum til þess að kaupa fyrir vísindabækur eða námsbækur í læknisfræði, er veittar séu sem verðlaun einhverjum stúdent í læknadeild, og skal rita á bækurnar, að þær séu veittar sem verðlaun úr sjóði þessum. Heimilt er að geyma afganga af vöxtunum og leggja saman í þessu skyni, ef læknadeild sýnist svo.

Sjóðurinn hefur ekki staðfesta skipulagsskrá (.pdf). 

Engin stjórn er starfandi fyrir sjóðinn.

Fyrirhugað er að leggja sjóðinn niður og sameina hann Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar læknis.


Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is