Háskóli Íslands

Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands

Þorvaldur Skúlason (1906-1984), Blóm í potti 1941Samkvæmt 4. grein stofnskrár Listasafns Háskóla Íslands gegnir safnið skyldum við þá sem stunda rannsóknir á íslenskri myndlistarsögu. Eitt af hlutverkum listasafnsins er að stuðla að rannsóknum á íslenskri listasögu, jafnt innan sem utan háskólasamfélagsins.

Árið 1999 var stofnaður Rannsóknarsjóður við Listasafn HÍ , nefndur Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands,  sem ætlað er, líkt og segir í stofnskrá sjóðsins, að styrkja rannsóknir "á sviði íslenskrar myndlistar, myndlistarsögu og forvörslu myndverka að fornu og nýju, svo og til birtingar á niðurstöðum slíkra rannsókna samkvæmt ákvörðun stjórnar Listasafns Háskóla Íslands sem jafnframt er stjórn sjóðsins."

Árlegt ráðstöfunarfé sjóðsins eru raunvextir af stofnfé og veitir sjóðsstjórnin styrki til "faglegra hæfra einstaklinga eða stofnana að fengnum umsóknum og undangenginni almennri auglýsingu". Sjóðinn stofnaði Sverrir Sigurðsson á 90 ára afmæli sínu, 10. júní 1999 með veglegu stofnframlagi.

Veitt var í fyrsta skipti úr styrktarsjóðnum árið 2000 og fyrstu þrjú árin þe. 2000, 2001 og 2002 var veitt úr sjóðnum árlega. Samtals hefur verið úthlutað sex sinnum úr sjóðnum frá stofnun. Auk fyrstu þriggja áranna var úthlutað árin 2004, 2005 og 2008. Næst er áætlað að veita úr sjóðnum á 100 ára afmæli HÍ árið 2011. Samtals hafa 13 aðilar fengið styrki úr sjóðnum til listfræðilegra rannsókna, 12 sjálfstætt starfandi fræðimenn og eitt fagfélag myndlistarmanna. Styrkupphæðir hafa verið á bilinu krónur 150.000-700.000.

Stjórn Listasafns Háskólans skipar jafnframt stjórn sjóðsins. Í stjórninni sitja:

  • Æsas Sigurjónsdóttir formaður
  • Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu
  • Anrdís Vilhjálmsdóttir, f.h. gefenda safneignar

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Skipulagsskrá (pdf.) 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is